Alveg Bit
Hæ,
Þar sem það er nú stutt síðan að ég bloggaði þá ákvað ég að hamra járnið á meðan það er heitt og blogga smá í dag.
Páskadagur var mjög ljúfur satt að segja, las smá í Kongungsbók Arnaldar Indriða, át páskaegg og blundaði doldið...svo um hádegisbil var mjólkurfræðingurinn búinn að leggja á borð þennan fína brunch og að þeim loknum var farið í hjólatúr með mjólkurtæknifræðingnum og heiðingjunum tveim. Túrinn var mjög góður. Fórum niður í bæ þar sem ég skakklappaðist í 7/11 og keypti kaffi og meira óhollt og sátum við og gláptum á heiðingjana leika sér. Að leik loknum var svo aftur farið í nefnda búð og bjór keyptur og heiðingjarnir fengu færi til að leika sér meira á meðan fullorðnir bleyttu vel upp í lifrinni og spjölluðu um daginn og veginn. Hugmyndin var að skella sér út að borða hjá einhverjum sem hafði dregið stysta stráið og neyddur til að vinna í dag. Ekki vildi betur til en að Benjamín misskildi þyngdarlögmálið og komast nær H tveir O en ætlunin var. Því var brunað heim með blaut börn og pizza var sett á matseðil í stað "útaðborða". Lukkaðist sú pizza mjög vel enda kúrdi sem hana eldaði og kærði sig kollóttan um að frelsarinn hafi ákveðið nákvæmlega á þessum degi að ranka við sér eftir trévistina.
Þannig að dagurinn var "massagóður", nema hvað að ég virðist hafa nælt mér í eins og 500 bit á rass og læri. Ég lít út eins og fílamaðurinn að aftan og hef sagt upp nælonsokkabuxnaauglýsingasamningnum sem ég var með í hendi.
Gleðilega páska trúaðir og trúleysingjar og heiðnir.
kveðja,
Arnar Thor
Þar sem það er nú stutt síðan að ég bloggaði þá ákvað ég að hamra járnið á meðan það er heitt og blogga smá í dag.
Páskadagur var mjög ljúfur satt að segja, las smá í Kongungsbók Arnaldar Indriða, át páskaegg og blundaði doldið...svo um hádegisbil var mjólkurfræðingurinn búinn að leggja á borð þennan fína brunch og að þeim loknum var farið í hjólatúr með mjólkurtæknifræðingnum og heiðingjunum tveim. Túrinn var mjög góður. Fórum niður í bæ þar sem ég skakklappaðist í 7/11 og keypti kaffi og meira óhollt og sátum við og gláptum á heiðingjana leika sér. Að leik loknum var svo aftur farið í nefnda búð og bjór keyptur og heiðingjarnir fengu færi til að leika sér meira á meðan fullorðnir bleyttu vel upp í lifrinni og spjölluðu um daginn og veginn. Hugmyndin var að skella sér út að borða hjá einhverjum sem hafði dregið stysta stráið og neyddur til að vinna í dag. Ekki vildi betur til en að Benjamín misskildi þyngdarlögmálið og komast nær H tveir O en ætlunin var. Því var brunað heim með blaut börn og pizza var sett á matseðil í stað "útaðborða". Lukkaðist sú pizza mjög vel enda kúrdi sem hana eldaði og kærði sig kollóttan um að frelsarinn hafi ákveðið nákvæmlega á þessum degi að ranka við sér eftir trévistina.
Þannig að dagurinn var "massagóður", nema hvað að ég virðist hafa nælt mér í eins og 500 bit á rass og læri. Ég lít út eins og fílamaðurinn að aftan og hef sagt upp nælonsokkabuxnaauglýsingasamningnum sem ég var með í hendi.
Gleðilega páska trúaðir og trúleysingjar og heiðnir.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Kveðja, Helgi.
PS. Var notaður tréspíri á sár Jesúss Jósefssonar eftir að 10000 naglbítar höfðu slitið hann af spítunni?
Hafðu það gott, knús frá Steig.